Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. janúar 2023 15:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dyche líklegastur til að taka við Everton
Mynd: Getty Images
Everton er búið að reka Frank Lampard úr starfi og er nú í stjóraleit.

Liðið er í næstneðsta sæti, tveimur stigum frá öruggu sæti þegar liðið á átján leiki eftir á tímabilinu.

Sá líklegasti til að taka við stjórastöðunni samkvæmt veðbönkum er Sean Dyche sem síðast stýrði Burnley. Dyche var látinn frá Burnley undir lok síðasta tímabils þegar fall blasti við liðinu, sem svo varð niðurstaðan.

Duncan Ferguson er næstlíklegastur og næstir á honum eru svo þeir Marcelo Bielsa, Wayne Rooney, Davied Moyes og Nuno Espirito Santo.

Daily Mail segir að Marcelo Bielsa, fyrrum stjóri Leeds, sé efstur á óskalista hæstráðenda hjá Everton í stjóraleitinni en eigandinn Farhad Moshiri tilkynnti Lampard með símtali í dag að ákveðið hefði verið að reka hann.
Athugasemdir
banner
banner