Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 23. janúar 2023 21:50
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Skriniar fékk rautt spjald í tapi Inter
Milan Skriniar var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks
Milan Skriniar var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks
Mynd: EPA
Inter 0 - 1 Empoli
0-1 Tommaso Baldanzi ('66 )
Rautt spjald: Milan Skriniar, Inter ('40)

Empoli vann 1-0 sigur á Milan á Giuseppe Meazza-leikvanginum í Mílanó í Seríu A í kvöld.

Það er ágætis seigla á Empoli þessa dagana en liðið hefur unnið tvo og gert tvö jafntefli í síðustu fjórum leikjum og kom síðasta tap liðsins í byrjun nóvember.

Það hjálpaði ekki Inter er varnarmaðurinn Milan Skriniar fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks.

Empoli nýtti sér liðsmuninn og gerði sigurmarkið í gegnum Tommaso Baldanzi á 66. mínútu. Nedim Bajrami átti góða sendingu inn á Baldanzi sem skoraði með góðu skoti.

Inter fékk fjölmörg tækifæri til að jafna leikinn og átti Stefan de Vrij meðal annars skalla í slá áður en Robin Gosens klúðraði dauðafæri.

Lokatölur í Mílanó, 1-0, Empoli í vil. Inter er í 3. sæti með 37 stig en Empoli í 9. sæti með 25 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner