Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 23. janúar 2023 20:10
Brynjar Ingi Erluson
Watford fær framherja á láni frá Benfica (Staðfest)
Henrique Araujo mun spila í B-deildinni á Englandi út þetta tímabil
Henrique Araujo mun spila í B-deildinni á Englandi út þetta tímabil
Mynd: EPA
Enska B-deildarliðið Watford er staðráðið í því að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildina en liðið hefur bætt við sig nokkrum öflugum leikmönnum í þessum glugga og í dag bættist sjötti leikmaðurinn við hópinn.

Watford féll úr úrvalsdeildinni á síðasta ári og er nú í baráttu um efstu sætin.

Portúgalski framherjinn Henrique Araujo gekk í raðir félagsins í dag á láni frá portúgalska félaginu Benfica.

Araujo, sem er 21 árs, hefur skorað 5 mörk í 20 leikjum fyrir aðallið Benfica og gerði hann meðal annars eitt mark í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í 6-1 sigrinum á Maccabi Haifa í nóvember.

Hann mun nú hjálpa Watford í ensku B-deildinni en eins og áður kom fram er hann sjötti leikmaðurinn sem félagið fær í þessum glugga á eftir Ismael Kone, Joao Ferreira, Matheus Martins, Leandro Bacuna og Jorge Cabezas.

Watford er í 3. sæti með 44 stig en eins og staðan er núna er umspilssæti það eina sem liðið getur vonast eftir. Sheffield United, sem er í öðru sæti, er þrettán stigum á undan Watford.
Athugasemdir
banner
banner
banner