Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. febrúar 2020 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
England: Patrik fékk þrjú á sig í fyrsta leik með Southend
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik Sigurður Gunnarsson fékk þrjú mörk á sig er Southend tapaði fyrir Burton á heimavelli í ensku C-deildinni í gær.

Þetta var fyrsti leikur Patriks frá komu hans til Southend á neyðarláni fyrr í vikunni.

Vörn Southend hefur verið hörmuleg á tímabilinu og er liðið aðeins með 16 stig eftir 33 umferðir. Southend er búið að fá 82 mörk á sig á deildartímabilinu - næstum þrjú mörk á leik.

Southend er 15 stigum frá öruggu sæti í deildinni. Því eru litlar sem engar líkur á því að félaginu takist að bjarga sér frá falli. Bolton er einnig svo gott sem fallið niður í D-deildina.

Southend 2 - 3 Burton
0-1 L. Akins ('5)
1-1 S. Mantom ('29)
1-2 R. Edwards ('49)
1-3 J. Murphy ('74)
2-3 J. O'Toole ('91, sjálfsmark)

Fleetwood er hins vegar á mikilli siglingu í toppbaráttunni og vann sinn fimmta deildarleik í röð í dag.

Ísak Snær Þorvaldsson var ónotaður varamaður í 1-0 sigri á Portsmouth.

Ísak hefur fengið að spila sjö mínútur frá komu sinni til Fleetwood á lánssamningi frá Norwich.

Fleetwood 1 - 0 Portsmouth
1-0 C. Connolly ('12)
Athugasemdir
banner
banner