Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   fös 23. febrúar 2024 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Fabbian skaut Bologna í meistaradeildarsæti
Mynd: EPA
Bologna 2 - 0 Verona
1-0 Giovanni Fabbian ('27)
2-0 Remo Freuler ('65)

Miðjumaðurinn efnilegi Giovanni Fabbian gerði gæfumuninn er Bologna tók á móti Verona í eina leik kvöldsins í ítalska boltanum.

Bologna var sterkari aðilinn en gestirnir frá Veróna áttu sínar rispur og fengu fín færi til að skora, sem ekkert varð úr.

Fabbian skoraði fyrra mark leiksins á 27. mínútu og lagði hann svo upp seinna markið fyrir Remo Freuler, sem er á láni frá Nottingham Forest, til að innsigla sigurinn í síðari hálfleik.

Lokatölur urðu 2-0 og er Bologna í fjórða sæti ítölsku deildarinnar, með 48 stig eftir 26 umferðir. Liðið var að sigra sinn fimmta leik í röð og er þremur stigum fyrir ofan Atalanta, sem á tvo leiki til góða.
Athugasemdir
banner
banner