Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 23. mars 2023 23:09
Brynjar Ingi Erluson
Hákon Arnar: Mér fannst þetta ekki vera 3-0 leikur
Icelandair
Hákon Arnar í leiknum gegn Bosníu
Hákon Arnar í leiknum gegn Bosníu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður íslenska landsliðsins, var svekktur eftir 3-0 tapið gegn Bosníu og Hersegóvínu í fyrsta leiknum í undankeppni Evrópumótsins en hann segir tapið þó ekki vera of mikið högg.

Íslenska liðið bauð upp á arfaslaka frammistöðu í dag og var einhvern vegin ekkert sem gekk upp, hvorki varnarlega né sóknarlega.

„Já, þetta var ekki nógu gott í dag. Við mættum eiginlega ekki til leiks og ég veit ekki af hverju það var þannig. Við vorum eftir á í öllu og þeir hlupu eiginlega bara yfir okkur.“

„Það vantaði í seinni bolta, einvígi og þeir unnu næstum því allt og við vorum ekki nógu grimmir í einn og einn og þannig. Það vantaði helling.“

„Það er högg að tapa 3-0 í fyrsta leik en mér fannst þetta ekki vera 3-0 leikur. Það þýðir ekkert að svekkja sig of mikið á þessu núna, við klárum þetta í kvöld og svo er næsti leikur. Þetta var ekkert of mikið högg.“


Hákon var að spila á miðjunni með Arnóri Ingva Traustasyni og Jóhanni Berg Guðmundssyni. Hann segir það hafa verið fínt þó þeir hafi aldrei spilað saman á miðsvæðinu.

„Mér fannst við fljóta boltanum vel í seinni hálfleik. Mér fannst miðjan fín í dag en hefðum getað verið betri í seinni boltunum í fyrri hálfleik en svo falla þeir niður í seinni og við höldum fínt í hann en megum skapa okkur aðeins meira.“

Hákon kom sér í fínt færi í byrjun síðari hálfleiks en rann til og var það einhvern vegin saga leiksins.

„Já, það er mjög pirrandi. Það voru litlu hlutirnir sem voru ekki að falla með okkur og auðvitað renn ég þarna þegar við erum alveg að detta í gegn. Við þurfum að sjá hvað við gerðum vel og hvað við gerðum illa og bæta það, svo er næsti leikur,“ sagði Hákon í lokin.
Athugasemdir
banner
banner