Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   fim 23. mars 2023 23:09
Brynjar Ingi Erluson
Hákon Arnar: Mér fannst þetta ekki vera 3-0 leikur
Icelandair
Hákon Arnar í leiknum gegn Bosníu
Hákon Arnar í leiknum gegn Bosníu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður íslenska landsliðsins, var svekktur eftir 3-0 tapið gegn Bosníu og Hersegóvínu í fyrsta leiknum í undankeppni Evrópumótsins en hann segir tapið þó ekki vera of mikið högg.

Íslenska liðið bauð upp á arfaslaka frammistöðu í dag og var einhvern vegin ekkert sem gekk upp, hvorki varnarlega né sóknarlega.

„Já, þetta var ekki nógu gott í dag. Við mættum eiginlega ekki til leiks og ég veit ekki af hverju það var þannig. Við vorum eftir á í öllu og þeir hlupu eiginlega bara yfir okkur.“

„Það vantaði í seinni bolta, einvígi og þeir unnu næstum því allt og við vorum ekki nógu grimmir í einn og einn og þannig. Það vantaði helling.“

„Það er högg að tapa 3-0 í fyrsta leik en mér fannst þetta ekki vera 3-0 leikur. Það þýðir ekkert að svekkja sig of mikið á þessu núna, við klárum þetta í kvöld og svo er næsti leikur. Þetta var ekkert of mikið högg.“


Hákon var að spila á miðjunni með Arnóri Ingva Traustasyni og Jóhanni Berg Guðmundssyni. Hann segir það hafa verið fínt þó þeir hafi aldrei spilað saman á miðsvæðinu.

„Mér fannst við fljóta boltanum vel í seinni hálfleik. Mér fannst miðjan fín í dag en hefðum getað verið betri í seinni boltunum í fyrri hálfleik en svo falla þeir niður í seinni og við höldum fínt í hann en megum skapa okkur aðeins meira.“

Hákon kom sér í fínt færi í byrjun síðari hálfleiks en rann til og var það einhvern vegin saga leiksins.

„Já, það er mjög pirrandi. Það voru litlu hlutirnir sem voru ekki að falla með okkur og auðvitað renn ég þarna þegar við erum alveg að detta í gegn. Við þurfum að sjá hvað við gerðum vel og hvað við gerðum illa og bæta það, svo er næsti leikur,“ sagði Hákon í lokin.
Athugasemdir