Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   þri 23. apríl 2024 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir frá Emirates: Varnarlína Chelsea í molum
Moises Caicedo var einn af slökustu mönnum Chelsea
Moises Caicedo var einn af slökustu mönnum Chelsea
Mynd: Getty Images
Öll varnarlína Chelsea fær hræðilega dóma eftir 5-0 tapið gegn Arsenal á Emirates í kvöld en það er Sky Sports sem sér um einkunnir.

Kai Havertz var valinn maður leiksins. Hann skoraði tvö mörk í síðari hálfleiknum og fær 9 í einkunn, eins og Ben White og Martin Ödegaard.

Bukayo Saka, Leandro Trossard og Thomas Partey fengu allir 8 í þessari glæsilegu frammistöðu.

Það var ekki eins glæsilegt hjá þeim bláklæddu. Vörnin var algerlega í molum í fyrri hálfleiknum. Alfie Gilchrist, Axel Disasi, Benoit Badiashile og Marc Cucurella fá allir 4. Enzo Fernandez og Moises Caicedo fá sömu einkunn.

Arsenal: Raya (7), White (9), Saliba (7), Gabriel (7), Tomiyasu (7), Partey (8), Odegaard (9), Rice (8), Saka (8), Havertz (9), Trossard (8).
Varamenn: Jesus (7), Martinelli (7), Zinchenko (7), Jorginho (7), Vieira (6)

Chelsea: Petrovic (5), Gilchrist (4), Disasi (4), Badiashille (4), Cucurella (4), Caicedo (4), Fernandez (4), Gallagher (5), Madueke (5), Jackson (5), Mudryk (5).
Varamenn: Sterling (6), Chalobah (6), Silva (6), Casadei (6)
Athugasemdir
banner
banner
banner