PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   þri 23. apríl 2024 10:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emery búinn að framlengja þrátt fyrir áhuga Bayern
Mynd: EPA
Unai Emery hefur samþykkt nýjan þriggja ára samning hjá Aston Villa. Frá þessu greinir The Athletic. Emery, sem er stjóri Villa, hefur verið orðaður við Bayern Munchen að undanförnu.

Emery hefur gert frábæra hluti sem stjóri Villa frá því hann tók við í október 2022. Á síðasta tímabili endaði liðið í 7. sæti úrvalsdeildarinnar og á þessu tímabili stefnir í að liðið endi í Meistaradeildarsæti.

Eftir að Emery tók við í fyrra voru einungis fjögur önnur lið með betri árangur í deildinni; Man City, Arsenal, Man Utd og Liverpool.

Aston Villa er sem stendur í 4. sæti, sex stigum á undan Tottenham í 5. sæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Villa er líka komið í undanúrslit Sambandsdeildarinanr. Emery hefur unnið 44 af 77 leikjum sem stjóri Villa.

Í grein The Athletic er fjallað um að eigendur Villa vilji aftur ræða við Emery í sumar um enn lengri samning.

Bayern Munchen er nú hvað mest orðað við Ralf Rangnick.

Uppfært 11:10 - Aston Villa hefur staðfest nýjan samning Emery til 2027.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
7 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
8 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
9 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
10 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner