Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   þri 23. apríl 2024 21:09
Brynjar Ingi Erluson
England: Arsenal gekk frá Chelsea í seinni hálfleik
Ben White gat ekki annað en hlegið eftir annað markið
Ben White gat ekki annað en hlegið eftir annað markið
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Arsenal 5 - 0 Chelsea
1-0 Leandro Trossard ('4 )
2-0 Ben White ('52 )
3-0 Kai Havertz ('57 )
4-0 Kai Havertz ('65 )
5-0 Ben White ('70 )

Arsenal er með þriggja stiga forystu á toppnum í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið valtaði yfir nágranna sína í Chelsea, 5-0, á Emirates-leikvanginum í kvöld.

Heimamenn fengu draumabyrjun er Leandro Trossard skoraði á 4. mínútu leiksins. Declan Rice kom á mikilli ferð í átt að teignum, sendi boltann til vinstri á Trossard sem skoraði með góðu skoti.

Chelsea-menn voru heppnir að vera ellefu inn á vellinum þegar um tíu mínútur voru liðnar. Nicolas Jackson fór allt of seint í Takehiro Tomiyasu og endaði með takkana ofan á rist japanska leikmannsins, en uppskar ekki spjald fyrir.

Gestirnir náðu að koma sér betur inn í leikinn og komst Axel Disasi nálægt því að jafna eftir hornspyrnu. Benoit Badiashile kom boltanum í átt að Disasi sem náði ekki að pota boltanum í netið.

Declan Rice átt því næst skot rétt yfir markið áður en Jackson setti boltann í varnarmann Arsenal og í utanverða stöngina.

Arsenal átti að tvöfalda forystu sína stuttu síðar. Bukayo Saka átti fyrst skot beint á Djordje Petrovic, sem varði síðan annað skot frá Leandro Trossard áður en hann sá við belgíska landsliðsmanninum í annað sinn með laglegri vörslu.

Liðin skiptust á að koma sér í góða sénsa. Enzo Fernandez fékk færi hinum megin en setti boltann framhjá.

Staðan í hálfleik 1-0 Arsenal í vil en heimamenn áttu eftir að ganga frá leiknum í þeim síðari.

Aðeins var tímaspursmál hvenær annað markið kæmi. Arsenal var að skapa sér urmul af færum og fyrir rest kom markið. Ben White skoraði þá eftir hornspyrnu. Boltinn datt fyrir hann í teignum og skoraði hann með laglegu skoti.

Vel verðskuldað hjá Arsenal sem gerði þriðja mark leiksins fimm mínútum síðar. Martin Ödegaard fékk boltann við eigin vallarhelming, kom með þessa glæsilegu sendingu inn fyrir á Kai Havertz sem afgreiddi boltann í netið.

Þremur mínútum síðar komst Jackson einn í gegn en þrumaði boltanum í hliðarnetið úr þröngu færi. Sá hefur verið ískaldur síðustu daga.

Arsenal gerði endanlega út um leikinn með tveimur mörkum á fimm mínútum. Havertz gerði annað mark sitt. Bukayo Saka fann hann í miðjum teignum og setti Þjóðverjinn boltann í stöng og inn áður en White gerði annað mark sitt með því að lyfta boltanum yfir Petrovic og í netið. Hvort hann ætlaði sér að skora verður að fá að liggja á milli hluta.

Rice og Gabriel Martinelli gátu báðir bætt við mörkum fyrir Arsenal. Rice skaut í stöng eftir geggjaða blinda sendingu frá Jesus áður en Petrovic sá við Martinelli í einn á einn stöðu.

Lokatölur á Emirates, 5-0, Arsenal í vil. Liðið er með 77 stig, þremur stigum meira en Liverpool sem er í öðru og fjórum stigum meira en Manchester City sem er í þriðja. Man City á að vísu tvo leiki til góða á toppliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner