Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   þri 23. apríl 2024 20:45
Brynjar Ingi Erluson
Jón Dagur í liði Leuven sem gerði jafntefli við Westerlo
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var í liði Leuven sem gerði 1-1 jafntefli við Westerlo í Evrópuriðli belgísku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Jón Dagur byrjaði á vængnum en var skipt af velli fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Leuven.

Það gerði liðsfélagi hans Mathieu Maertens með skoti af stuttu færi.

Leuven er í 4. sæti riðilsins með 23 stig en efsta liðið tryggir sér þátttöku í Sambandsdeild Evrópu fyrir næstu leiktíð.

Möguleikar Leuven á að ná því sæti eru litlar sem engar en liðið er nú þrettán stigum frá toppsætinu þegar fimm leikir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner