Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   þri 23. apríl 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikið um stjórasögur - Tekur Thomas Frank þá við Liverpool?
Powerade
Thomas Frank, stjóri Brentford.
Thomas Frank, stjóri Brentford.
Mynd: Getty Images
Amorim er orðaður við West Ham.
Amorim er orðaður við West Ham.
Mynd: Getty Images
Hvað gerir De Zerbi?
Hvað gerir De Zerbi?
Mynd: EPA
Viktor Gyökeres er sagður efstur á óskalista Arsenal.
Viktor Gyökeres er sagður efstur á óskalista Arsenal.
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðrinu á þessum fína þriðjudegi. Það er komið um stjórasögur í slúðurpakka dagsins.

West Ham er í viðræðum við Ruben Amorim (39), stjóra Sporting Lissabon, um að taka við af David Moyes. (The Athletic)

Julen Lopetegui, fyrrum stjóri Wolves, er annar kostur sem West Ham er að skoða. (Telegraph)

Amorim er fyrsti kostur Liverpool til að taka við af Jurgen Klopp en Thomas Frank, stjóri Brentford, er ofarlega á lista og mun Liverpool íhuga að ráða hann ef Portúgalinn fer eitthvert annað. (Teamtalk)

Jason Wilcox, sem er núna orðinn háttsettur á bak við tjöldin hjá Manchester United, mun skoða styrkleika og veikleika Erik ten Hag, stjóra United, á næstu vikum þegar ákvörðun verður tekin um framtíð Hollendingsins. (Telegraph)

Thomas Tuchel, stjóri Bayern, myndi taka starfið hjá Man Utd ef honum yrði boðið það. (Sports Zone)

Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, er á meðal þeirra sem koma sterklega til greina til að taka við Man Utd ef Ten Hag yfirgefur Old Trafford. Ef De Zerbi fer frá Brighton, þá mun félagið reyna að ráða Vincent Kompany, stjóra Burnley. (Teamtalk)

Bayern er einnig að íhuga að ráða De Zerbi en Ralf Rangnick, fyrrum stjóri Man Utd og núverandi landsliðsþjálfari Austurríkis, er þá einnig ofarlega á lista Bayern. (TZ)

Al-Nassr í Sádi-Arabíu ætlar að reyna að krækja í Kevin de Bruyne (32), miðjumann Manchester City, í sumar. (Rudy Galetti)

Barcelona stefnir á að berjast við Arsenal um Alexander Isak (24), sænskan sóknarmann Newcastle, sem metinn er á 90 milljónir punda. (Sun)

Arsenal og Manchester United vilja fá kantmanninn Michael Olise (22) frá Crystal Palace en félög eins og Chelsea, Manchester City og Juventus hafa líka áhuga. (Football Insider)

Arsenal býst við því að bæta við sig þremur til fjórum öflugum leikmönnum í sumar. Victor Gyökeres (25), sóknarmaður Sporting Lissabon, er efstur á óskalistanum. (Football Transfers)

Liverpool fylgdist með Gyökeres í 3-0 sigri Sporting gegn Vitoria um liðna helgi. Liverpool vonast til að bæta við sig sóknarmanni og miðverði í sumar. (HITC)

Man Utd vonast til að landa miðverðinum Jarrad Branthwaite (21) frá Everton snemma í sumar. (Football Insider)

Real Betis er að fá vonast til að semja við David de Gea (33), fyrrum markvörð Man Utd, en hann hefur verið án félags frá því síðasta sumar. (Estadio Deportivo)

Thiago Silva (39) mun yfirgefa Chelsea í sumar þegar samningur hans rennur út. (Fabrizio Romano)

Crystal Palace ætlar að reyna að fá miðjumanninn Wilfred Ndidi (27) frá Leicester á frjálsri sölu í sumar. (Talksport)

Bayern München er að fylgjast með Frenkie de Jong (26), miðjumanni Barcelona, en launakröfur hans gætu komið í veg fyrir félagaskiptin. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner