Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   þri 23. apríl 2024 20:32
Brynjar Ingi Erluson
Niðurlæging í Lundúnum - Konfektsending Ödegaard
Ben White er kominn með tvö mörk!
Ben White er kominn með tvö mörk!
Mynd: EPA
Arsenal er að ná þriggja stiga forystu á toppnum í ensku úrvalsdeildinni en liðið er nú komið í 5-0 gegn Chelsea í Lundúnaslag á Emirates.

Leandro Trossard gerði eina markið í fyrri hálfleiknum. Chelsea var vel inn í leiknum og fékk sín færi í leiknum.

Annað markið var alltaf að fara reynast mikilvægt í þessum leik en Ben White gerði það eftir hornspyrnu. Boltinn skoppaði til hans í teignum og kláraði hann listavel.

Sjáðu markið hjá White hér

Kai Havertz gerði þriðja markið fimm mínútum síðar. Afgreiðslan var fín og allt það en stoðsending Martin Ödegaard var í heimsklassa. Hann kom með hárnákvæman langan bolta beint fyrir lappirnar á Havertz sem komst í gegn og skoraði.

Sjáðu geggjaða stoðsendingu Ödegaard

Þjóðverjinn var ekki hættur. Hann gerði annað mark sitt á 64. mínútu með skoti í stöng og inn áður en White gerði annað mark sitt úr teignum með því að lyfta boltanum skemmtilega efst í vinstra hornið.

Sjáðu annað mark Havertz
Sjáðu annað mark White

Alger niðurlæging á Emirates og Arsenal í ansi góðum málum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner