Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   þri 23. apríl 2024 06:00
Elvar Geir Magnússon
Olympiakos vann Evrópukeppni unglingaliða
Olympiakos vann AC Milan í úrslitaleik.
Olympiakos vann AC Milan í úrslitaleik.
Mynd: EPA
Olympiakos frá Grikklandi vann Evrópukeppni unglingaliða þetta árið en liðið vann 3-0 sigur gegn AC Milan í úrslitaleik sem fram fór í Nyon í Sviss.

Í keppninni leika U19 lið um titilinn. Staðan var markalaus í hálfleik en gríska liðið skoraði þrívegis eftir hlé.

Christos Mouzakitis (víti) skoraði á 60. mínútu og aðeins mínútu síðar tvöfaldaði Antonis Papakanellos forystuna. Olympiakos skoraði síðan þriðja markið á 66. mínútu en þar var á ferðinni Theofanis Bakoulas.

Rosalegur sex mínútna kafli gerði út um leikinn en þetta er í fyrsta sinn sem grískt félagslið vinnur Evrópukeppni. Gríska landsliðið vann EM 2004 eins og frægt er.
Athugasemdir
banner
banner
banner