Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
   mið 23. apríl 2025 22:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Óli Valur í leiknum í kvöld.
Óli Valur í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var virkilega sætt," sagði Óli Valur Ómarsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 2-1 dramatískan sigur gegn gömlu félögunum í Stjörnunni.

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, gerði sigurmarkið með langskoti í blálokin.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Þetta var geðveikt, mjög mikill léttir bara," sagði Óli Valur um sigurmarkið.

Óli Valur átti frábæran leik og í raun ótrúlegt að hann hafi ekki skorað eða lagt upp.

„Mér fannst ég vera hættulegur. Ég hefði átt að skora. Það var ekkert eðlilega þreytt (að ná ekki að skora). Við náðum bara ekki að skora, allir í liðinu. Svo loksins datt þetta og það var geggjað," sagði Óli Valur.

Hvernig var að mæta gömlu félögunum?

„Það er mjög gaman. Maður hefur tilfinningu fyrir gæjunum, bara strákarnir. Það er virkilega gaman að spila á móti þeim. Mér fannst skrítið að mæta þeim í Þungavigtarbikarnum, svona fyrst. Að vera búinn að mæta þeim var þægilegt, núna var þetta eins og hver annar leikur."

Óli Valur var valinn maður leiksins af Breiðabliki og þegar það var tilkynnt þá bauluðu stuðningsmenn Stjörnunnar.

„Ég reyndar heyrði það ekki. Ég bjóst við einhverju bauli. Það var töluvert minna en ég bjóst við," sagði Óli Valur léttur.
Athugasemdir