Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 23. apríl 2025 22:22
Sölvi Haraldsson
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Óskar Hrafn er bara geggjaður.
Óskar Hrafn er bara geggjaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég met þetta sem gott stig. Auðvitað er þetta smá biturleiki að vera einum fleiri í 35 mínútur en ná ekki að knýja fram sigur. En maður verður að vera sanngjarn og segja að það var erfitt að brjóta niður lág blokkina hjá FH. Mér fannst oft síðasta snertingin og skrefið ekki vera nógu gott hjá okkur.“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari KR, eftir 2-2 jafntefli við FH í kvöld.

Óskar segist vera ánægður heilt yfir með byrjunina á mótinu.

„Þú færð mig ekki til að vera brjálaðan yfir því að vera með 3 stig eftir þess byrjun okkar. Miðað við andstæðingana okkar og útivellina sem við höfum spilað á er uppskeran góð. Ég er geggjaður. Ég er alltaf geggjaður alla daga. Einu sinni var ég bara áhyggjufullur, gekk um bæinn með áhyggjur af engu og öllu. Núna er lífið yndislegt.“

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 KR

Þetta var fyrsti leikur ársins sem er spilaður á Kaplakrikavelli hjá FH í deildinni en Óskar var ánægður með sína menn og talar um að völlurinn hafi verið krefjandi.

„Við förum hérna á völl sem er krefjandi, undirlagið er krefjandi, en við þorðum samt að halda í boltann. Þegar FH steig upp á okkur gátum við spilað framhjá þeim sem þýddi að þeir hættu því. Það er styrkleikamerki. Það hefði verið auðvelt að byrja að sparka fram.“

Óskar segir sína menn þurfa að vera skarpari og snarpari á seinasta þriðjung vallarins.

„Það vantaði aðeins meiri skarpheit, það er mjög ljótt íslenkst orð. Menn geta verið skarpari, snarpari inni í teignum. Það saknaði ég helst. Við erum með lítið lið, þeir eru með risastórt lið og fá mikið af hornspyrnum og aukaspyrnum. Ég get ekki ætlast þess að litlu mennirnir mínir geti dekkað stóru mennina í hornum, við þurfum að vera klókari í því að fá færri horn á okkur sem gefa þeim færi að stilla upp í föst leikatriði, þeir eru virkilega góðir þar.“

Óskar talar um að KR sé með lítið lið en FH stórt lið sem getur verið dýrkeypt í föstum leikatriðum.

„Þeir skora mörkin þannig. Auðvitað er það dýrkeypt. Lærdómurinn af því er að um leið og þú færð á þig mörg horn og um leið og þú ferð að brjóta af þér heimskulega á stöðum sem menn geta sent inn í ert þú að spila á forsendum andstæðingsins, sem að þessu sinni var FH. Lið sem er hávaxið og með góða spyrnumenn. Sem er ávísun að á endanum gefur þú meira eftir.“

„Reynum að fá á okkur færri hornspyrnur, ekki brjóta heimskulega af okkur, þá verðum við góðir í næsta grasleik sem er einhverntímann í júlí held ég.“

Óskar segir að leikurinn hjá dómaranum, Sigurði Hirti Þrastarsyni, hafi verið einn sá besti sem hann hefur orðið vitni af síðan hann byrjaði að þjálfa í efstu deild.

„Ég sá það bara ekki. En mér fannst enginn vera að kvarta yfir því. Mér fannst Sigurður Hjörtur dæma þennan leik frábærlega. Þetta er að öllum líkindum einn besti dæmdi leikur sem ég hef oriðið vitni af síðan ég byrjaði að þjálfa í efstu deild. Hann leyfði mikið en var samkvæmur sjálfum sér. Hann getur gengið virkilega stoltur frá þessum leik.“

Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner