Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   mið 23. maí 2018 21:52
Ingólfur Stefánsson
Gísli Eyjólfs: Hefði átt að skjóta aðeins lægra
Mynd: Raggi Óla
Gísli Eyjólfsson var vonsvikinn eftir markalaust jafntefli Breiðabliks gegn Víkingum á Kópavogsvelli. Hann segir að spilamennska liðsins í fyrri hálfleik hafi verið hræðileg.

„Við vorum bara ekki mættir til leiks og Víkingarnir voru bara miklu sterkari. Í seinni þá fannst mér við breyta þessu og fá einhver hálffæri en þetta var alls ekki nógu gott í dag."

„Við vorum ekki tilbúnir í þennan slag sem Víkingar voru tilbúnir í en svo þegar leið á leikinn þá fundum við okkur og vildum fá þessa þrjá punkta það bara gekk ekki."

Gísli var nálægt því að skora sigurmark Breiðabliks á lokamínútunum þegar hann átti skot í slánna og niður. Boltinn virtist fara yfir línuna og það varð allt vitlaust á vellinum.

„Ég sá hann inni. Hann skoppaði þarna út úr markinu sýndist mér en ég ætla svosem ekki að fullyrða það. Þetta bara dugði ekki í dag, ég átti bara að skjóta honum aðeins lægra."

Blikar eru taplausir eftir fyrstu fimm umferðirnar í deildinni og eru á toppnum. Er Gísli sáttur með spilamennsku liðsins hingað til?

„Já og nei. Mér finnst við eiga meira inni. Við erum ekki búnir að spila af fullri getu og eigum helling inni en það er fínt að við héldum hreinu í dag og erum ekki búnir að tapa leik."

Viðtalið við Gísla má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Smelltu hér til að lesa meira um leik Breiðabliks og Víkings.
Athugasemdir
banner
banner