Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fim 23. maí 2019 06:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Leeds, Cardiff og Wigan berjast um markahæsta leikmann Portsmouth
Jamal Lowe er leikmaður sem líklega ekki allir kannast við, hann raðaði inn mörkunum fyrir Portsmouth í vetur sem var nálægt því að komast upp í Championship deildina en tapaði í umspilinu.

Samkvæmt heimildum Sky Sports hafa þrjú lið áhuga á þessum 24 ára gamla framherja, það eru Leeds, Cardiff og Wigan.

Lowe á eftir eitt ár af samningi sínum við Portsmouth og því gæti félagið verið tilbúið til að selja hann.

Talið er að Portsmouth myndi samþykkja 2 milljóna punda tilboð í leikmanninn sem skoraði 17 mörk í vetur.


Athugasemdir