Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. maí 2019 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Lið 4. umferðar: Þrjár úr Val og Breiðabliki
Elísa Viðarsdóttir er í liði umferðarinnar.
Elísa Viðarsdóttir er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásdís Karen er í liði umferðarinnar aðra umferðina í röð.
Ásdís Karen er í liði umferðarinnar aðra umferðina í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
4. umferðin í Pepsi Max-deild kvenna lauk í gær með 3-1 sigri Stjörnunnar á Fylki í Garðabænum.

Breiðablik og Valur eru enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Keflavík er eina liðið án stiga á botni deildarinnar. Þorsteinn Halldórsson er þjálfari umferðarinnar en hann mætti með lið sitt norður og fór illa með Þór/KA.


Sonný Lára Þráinsdóttir stendur í markinu eftir 4-1 sigur Breiðabliks á Þór/KA. Liðsfélagar hennar þær Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Agla María Albertsdóttir eru einnig í liði umferðarinnar. Báðar skoruðu þær eitt mark í leiknum.

Mexíkóinn, Renae Nicole Cuellar náði sér loksins á strik fyrir Stjörnuna og skoraði og lagði upp fyrir liðið í 3-1 sigrinum á Fylki. Þá var Jasmína Erla Ingadóttir öflug á miðjunni gegn sínu gamla félagi.

Ingunn Haraldsdóttir stýrir vörninni eftir flottan leik í fyrsta sigri KR í sumar. KR lagði ÍBV 2-1 þar sem Ingunn skoraði annað mark KR í leiknum. Þá er Ásdís Karen Halldórsdóttir í liði umferðarinnar aðra umferðina í röð.

Stelpurnar hans Péturs Péturssonar í Val fóru illa með HK/Víking og unnu sannfærandi 4-0 sigur. Valur á þrjá fulltrúa í liði umferðarinnar. Elísa Viðarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Elín Metta Jensen eru fulltrúar Vals. Elín Metta er í liði umferðarinnar í þriðja sinn í sumar.

Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað 25 mínútur í umferðinni þá er Hólmfríður Magnúsdóttir í liði umferðarinnar en hún gerði sér lítið fyrir og lagði upp eitt og skoraði annað mark í mikilvægum 3-2 sigri Selfoss á Keflavík.

Sjá einnig:
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner