lau 23. maí 2020 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kiedrzynek valdi Wolfsburg fram yfir Real - „Hungruð í titla"
Mynd: Getty Images
Pólski markvörðurinn, Katarzyna Kiedrzynek, samdi á dögunum við Wolfsburg. Hún kemur til félagsins eftir sjö ára veru hjá PSG.

Kiedrzynek, sem er 29 ára gömul, er pólskur landsliðsmarkvörður og gat hún valið á milli hvaða félag hún vildi ganga til næst. Real Madrid á Spáni stóð til boða en Kiedrzynek ákvað að fara til Þýskalandsmeistara Wolfsburg.

Hún var spurð af hverju hún valdi Wolfsburg: „Ég hefði getað valið Real Madrid en ég vel ekki félag út frá einhverju markaðsgildi. Ég er hungruð í titla."

„Ef þú tekur frá Barcelona, Lyon og Wolfsburg þá eru fá lið sem eru örugg um að vera með sæti í Meistaradeild Evrópu."


Sara Björk Gunnarsdóttir er leikmaður Wolfsburg en hún er á förum frá félaginu í sumar og líklegt er talið að hún semji við Lyon.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner