Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. maí 2020 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sagt að nýtt tímabil í Frakklandi byrji seint í ágúst
Kylian Mbappe og félagar í PSG fengu meistaratitilinn á nýafstöðnu tímabili.
Kylian Mbappe og félagar í PSG fengu meistaratitilinn á nýafstöðnu tímabili.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt frönskum fjölmiðlum mun nýtt tímabil í Frakklandi fara af stað þann 23. ágúst næstkomandi.

Keppni í Frakklandi var hætt í síðasta mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. PSG var veittur meistaratitillinn og féllu Amiens og Toulouse niður í B-deild.

Sjá einnig:
Áfrýjun Amiens, Lyon og Toulouse hafnað

Aðrar stórar deildir í Evrópu eru nú þegar farnar af stað eða ætla að byrja aftur í næsta mánuði. Frakkar drifu sig að taka ákvörðun og voru rökin sú að íþróttaviðburðir væru bannaðir þangað til í september vegna veirunnar. Nú segir hins vegar franski fjölmiðillinn RMC að nýtt tímabil komi til með að byrja í ágúst.

Þetta er athyglisvert svo ekki sé meira sagt. Franska úrvalsdeildin myndi þá byrja 23. ágúst og B-deildin, sem verður 22 liða deild, hefst þá degi áður.

Franska deildin er að bíða með að staðfesta þetta þangað til að UEFA staðfestir plön fyrir hvernig eigi að klára Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. Frönsk lið eru enn í þessum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner