Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. maí 2020 14:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Útskýrir nánar af hverju hann segir Van Dijk bestan í sögunni
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði Manchester City sem er núna spilandi þjálfari Anderlecht í Belgíu, hefur útskýrt það nánar af hverju hann segir Virgil van Dijk besta varnarmann í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Van Dijk er 28 ára gamall og lék fyrir Celtic og Southampton áður en hann gekk í raðir Liverpool fyrir tveimur árum.

Van Dijk hefur ekki lengi verið á toppnum í enska boltanum, en Kompany segir hann þann besta í sinni stöðu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Í samtali við BBC segir Kompany: „Ástæðan fyrir því að ég sagði þetta er sú að Liverpool var frábært lið fyrir komu Van Dijk, en manni fannst þeir alltaf berskjaldaðir. Ég hef aldrei séð lið hafa eins mikla yfirburði og þeir á þessu ári. Það er mjög erfitt fyrir leikmann að hafa svona mikil áhrif hjá svona stóru félagi."

„Hann er varnarmaður af gamla skólanum, með svona nútímalegu ívafi. Ég virði það. Það sem hann gerir er einfalt, en samt svo árangursríkt."
Athugasemdir
banner