Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 23. maí 2024 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þurfa að styrkja sóknarlínuna hvort sem Werner kemur eða ekki
Mynd: Tottenham/X
Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, segir það vera augljóst að félagið þarf að styrkja sóknarlínuna sína fyrir næstu leiktíð.

Timo Werner kom að 8 mörkum í 28 leikjum á láni hjá Tottenham á tímabilinu en óljóst er hvort félagið muni kaupa hann í sumar.

„Það er ekkert leyndarmál að við þurfum að styrkja framlínuna, hvort sem Timo verður áfram eða ekki. Við áttum í miklu basli sérstaklega undir lok tímabilsins, okkur vantar sóknarleikmenn," segir Postecoglou.

Richarlison, Brennan Johnson, Dejan Kulusevski og Son Heung-min eru í hópnum hjá Tottenham ásamt Bryan Gil og Manor Solomon, en Solomon lenti í slæmum meiðslum á tímabilinu og Gil þykir ekki nægilega góður.

„Við byrjuðum tímabilið vel þegar við vorum með Manor Solomon og Ivan Perisic fulla heilsu en þegar tók að líða á tímabilið var augljóst að okkur vantaði hjálp í framlínunni. Evrópukeppnin bætist við á næstu leiktíð og það er augljóst að við þurfum að breikka hópinn."

Tottenham endaði í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tekur því þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. Það er keppni sem félagið mun stefna á að sigra.
Athugasemdir
banner
banner
banner