Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 23. júní 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sabatini ráðinn til Bologna og Montreal Impact (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Bologna hefur verið í mikilli sókn eftir að Sinisa Mihajlovic var ráðinn í þjálfarastólinn. Félagið er búið að krækja í þrjá öfluga leikmenn í upphafi sumars fyrir 27 milljónir punda samanlagt og stefnir á að ná sér í gott sæti um miðja deild á komandi tímabili.

Nú síðast var félagið að ráða Walter Sabatini til starfa sem yfirmaður knattspyrnumála. Sabatini er afar reynslumikill og starfaði fyrir Sampdoria en hætti í vor eftir rifrildi við eigandann.

Sabatini mun ekki aðeins vera yfirmaður knattspyrnumála hjá Bologna heldur einnig hjá Montreal Impact. Bæði félög eru í eigu kanadíska viðskiptamannsins Joe Saputo.

Sabatini er mikils metinn í ítalska boltanum eftir að hafa starfað sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Lazio, Palermo, Roma og Inter.
Athugasemdir
banner
banner
banner