Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. júní 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hækkar í 40 milljónir evra ef hann skorar aftur"
Damsgaard er spennandi leikmaður.
Damsgaard er spennandi leikmaður.
Mynd: EPA
Mikkel Damsgaard hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu með Danmörku á Evrópumótinu.

Hann kom inn í liðið fyrir Christian Eriksen í öðrum leik á mótinu gegn Belgíu. Hann var öflugur þar og svo skoraði hann gegn Rússlandi í síðasta leik.

Fyrir mót tóku Ungstirnin saman lista yfir sex leikmenn sem gætu sprungið út á EM. Þar var Damsgaard.

„Vinstri kantmaður sem leikur með Sampdoria á Ítalíu, byrjaði 18 leiki í Serie A þar sem hann skoraði tvö mörk og lagði upp fjögur. Damsgaard spilaði sinn fyrsta leik fyrir Danmörku í undankeppninni í 8-0 sigri á Moldóvu þar sem hann skoraði tvö og lagði upp tvö," sagði í umsögn um leikmanninn en listann má nálgast hérna.

Damsgaard, sem er tvítugur, gekk í raðir Sampdoria á Ítalíu í fyrra, en það eru sögusagnir um að önnur félög séu farin að bera kvíurnar í hann. Í spænskum fjölmiðlum er sagt að Barcelona sé með augastað á honum.

Massimo Ferrero, forseti Sampdoria, sér tækifæri á borði en hann hefur verið að tjá sig í ítölskum fjölmiðlum um Damsgaard.

„Sáuð þið markið hjá honum? Ég verð að gefa sanngjarnt verð og í dag er það að minnsta kosti 30 milljónir evra. Ef hann skorar aftur, þá hækkar það í 40 milljónir evra," segir Ferrero við Gazetta Sampdoriana.

Danmörk mætir Wales í 16-liða úrslitum og spurning hvað Damsgaard gerir þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner