Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 23. júní 2022 13:49
Elvar Geir Magnússon
Sigurður Víðisson tekur við KV (Staðfest)
Lengjudeildin
Sigurður Víðisson.
Sigurður Víðisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Víðisson hefur tekið við sem aðalþjálfari KV, Knattspyrnufélags Vesturbæjar. Félagið tilkynnti þetta í dag en honum til aðstoðar verður Agnar Þorláksson.

„Siggi og Aggi taka formlega við liðinu í dag og munu stýra því út keppnistímabilið. Þeir þekkja báðir vel til félagsins og bjóðum við þá hjartanlega velkomna til starfa," segir í tilkynningu frá KV.

Sigurður hefur mikla reynslu í þjálfun og var aðstoðarþjálfari Arnars Grétarssonar hjá Breiðabliki fyrir nokkrum árum. Hann tók við liðinu til bráðabirgða eftir að Arnar var látinn fara. Þá hefur hann þjálfað kvennalið HK/Víkings, Fjölni og FH.

Sigurvin Ólafsson lét af störfum hjá KV í gær eftir 1-1 jafntefli við Þrótt Vogum. Sigurður var meðal áhorfenda á þeim leik. Sigurvin hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari FH.

KV er í ellefta sæti Lengjudeildarinnar með fjögur stig að loknum átta leikjum.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner