Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. júlí 2019 10:35
Elvar Geir Magnússon
„Grunaði ekki að hann væri svona góður"
Valgeir (til vinstri) í leik gegn Breiðabliki.
Valgeir (til vinstri) í leik gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK hefur unnið þrjá leiki í röð og fjóra af síðustu fimm. Nýliðarnir í Pepsi Max-deildinni hafa lyft sér upp í áttunda sætið en eftir 2-0 sigur gegn FH í gær var rætt um HK-inga í Innkastinu.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

„Þetta var fyllilega verðskuldaður sigur. Brynjar Björn gerir tilkall til að vera einn af þjálfurum ársins ef hann heldur HK-liðinu á þessu flugi. Þetta er ótrúlegur árangur. Það var nánast enginn sem spáði því fyrir mót að þeir myndu halda sér uppi," segir Magnús Már Einarsson.

Miðjumaðurinn öflugi Ásgeir Börkur Ásgeirsson var valinn maður leiksins.

„Þeir setja púðurtunnu inn á miðjuna í Ásgeiri Berki sem er að spila sinn besta fótbolta í háa herranst tíð. Menn fylgja hans fordæmi og það eru allir með í þessu, geggjuð barátta," segir Tómas Þór Þórðarson.

„Hann hefur persónulega komið mér mjög á óvart. Ég hélt að tankurinn væri nánast tómur hjá honum en svo er alls ekki," segir Elvar Geir Magnússon.

Hendir sér í allt
Sá leikmaður sem hefur fengið mest umtal í HK er hinn 16 ára Valgeir Valgeirsson. Unglingalandsliðsmaðurinn hefur verið magnaður og krækti hann í vítaspyrnuna sem bjó til annað mark HK í gær.

„Ótrúlega flott að sjá hvað hann er óhræddur. Valgeir kemur mér á óvart í öllum þáttum leiksins nánast. Ég vissi að hann væri góður en mig grunaði ekki að hann væri svona góður," segir Gunnar Birgisson og Tómas Þór bætir við:

„Hann pakkaði mönnum saman og er rosalega góður í fótbolta. Líka hvernig hann hendir sér í allt, fer í öll brot. Hann fór af fullum krafti í Davíð Þór Viðarsson, sextán ára gamall. Hann fékk reyndar brókun frá Davíð í laun en hann lét það ekki espa sig og labbaði í burtu."

Það er ljóst að mörg erlend augu eru á þessum efnilega leikmanni sem verður 17 ára eftir tvo mánuði.

„Erlend félög eru að skoða hann og hann mun enda í atvinnumennsku. Vonandi verður hann eins lengi og hægt er í Pepsi Max-deildinni," segir Magnús Már.



Innkastið - Topp táningar og volæði í FH
Athugasemdir
banner
banner
banner