Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júlí 2021 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool að sækja mjög efnilegan leikmann frá Newcastle
Liverpool er að sækja leikmann frá Newcastle.
Liverpool er að sækja leikmann frá Newcastle.
Mynd: EPA
Liverpool er að ganga frá kaupum á Bobby Clark, ungum leikmanni frá Newcastle.

Goal segist geta staðfest þessi tíðindi.

Um er að ræða 16 ára gamlan leikmann sem þykir mjög spennandi. Talið er að hann muni ganga í raðir Liverpool fyrir næsta tímabil þar sem hann mun fara í U18 liðið sem Marc Bridge-Wilkinson þjálfar.

Clark skráði sig í sögubækurnar fyrir tveimur árum þegar hann varð yngsti leikmaðurinn í sögunni til að spila fyrir U18 lið Newcastle, þá aðeins 14 ára.

Hann hefur spilað fyrir yngri landslið Englands og verið orðaður við stærstu félög Evrópu. Liverpool er að vinna kapphlaupið um hann; Newcastle vildi halda Clark en leikmaðurinn sjálfur er mjög spenntur fyrir því að fara til Liverpool.

Liverpool hefur verið að sækja mikið af ungum leikmönnum upp á síðkastið. Eitt dæmið um það er Kaide Gordon, 16 ára gamall strákur sem kom frá Derby. Hann er núna í æfingaferð með aðalliðinu í Austurríki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner