Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júlí 2021 09:19
Elvar Geir Magnússon
Son gerir nýjan fjögurra ára samning við Tottenham (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Sóknarleikmaðurinn Son Heung-min hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Tottenham og er nú bundinn félaginu til 2025.

Þessi afskaplega vinsæli Suður-Kóreumaður hefur skorað 107 mörk í 280 leikjum fyrir félagið síðan hann kom frá Bayer Leverkusen 2015.

Son, sem er 29 ára, segir að það hafi í raun verið mjög auðveld ákvörðun að skrifa undir samninginn.

„Ég er svo ánægður hérna og get ekki beðið eftir að sjá stuðningsmennina aftur von bráðar," segir Son.

Son hefur myndað ótrúlega gott teymi með Harry Kane en framtíð Kane er í óvissu og segja ensk götublöð að hann færist nær sölu til Manchester City.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner