Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   fös 23. ágúst 2019 22:08
Helga Katrín Jónsdóttir
Júlli: Fengum nóg af færum til að klára þennan leik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld fóru fram nokkrir leikir í 15. umferð Inkasso kvenna. Á Varmárvelli tók Afturelding á móti Augnabliki og skildu liðin jöfn, 1:1. Júlli, þjálfari Aftureldingar, var nokkuð sáttur í leikslok:

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Augnablik

"Já verður maður ekki að vera það fyrst þetta fór svona."

"Við yfirspiluðum þær í fyrri hálfleik og mér fannst við ívið betri í seinni hálfleik. Mér fannst við fá nóg af færum til að klára þennan leik en við gerum þarna smá mistök og lentum 1:0 undir. Þá var allavega gott að koma til baka."

Liðið stjórnaði leiknum að stærstum hluta en náðu þó ekki að skapa sér mikið af hættulegum færum. Hvað klikkaði í kvöld?

"Nýtingin á síðasta þriðjungi var ekki góð hjá okkur í dag, frekar en í síðasta leik. Það verður klárlega farið yfir það á næstu æfingum."

Afturelding á leik við Tindastól úti í næstu umferð. Hvernig leggst það í Júlla?

"Já ég er bara spenntur, allir leikir leggjast vel í mig."

Viðtalið við Júlla má sjá hér að ofan í spilaranum
Athugasemdir
banner
banner