Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 23. ágúst 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Redknapp: Viss um að við hefðum orðið Englandsmeistarar
Mynd: Getty Images
Árgangurinn sem upp hjá Manchester United árið 1992 er margumtalaður. Í þessum árangi voru frábærir leikmenn sem áttu eftir að spila stóra rullu fyrir félagið. Ryan Giggs, Paul Scholes, Nicky Butt, David Beckham og Neville-bræðurnir skipuðu þennan sterka árgang.

Allt saman voru þetta frábærir fótboltamenn, en Harry Redknapp telur að árangur sem kom upp hjá West Ham á svipuðum tíma hafi ekki verið síðri.

Redknapp stýrði West Ham frá 1994 til 2001. Hann hefur einnig stýrt Bournemouth, Portsmouth, Southampton, Tottenham, QPR og Birmingham á sínum stjóraferli.

Á meðan Redknapp var stjóri West Ham komu upp margir frábærir fótboltamenn sem áttu eftir að ná langt. Frank Lampard, Joe Cole, Rio Ferdinand, Michael Carrick, Jermaine Defoe og Glen Johnson komu upp úr akademíunni hjá West Ham.

„Fólk talar alltaf um '92 árganginn hjá Manchester United, en þeir voru ekki betri en sex drengir sem komu upp hjá West Ham," sagði Redknapp við The Athletic.

„Ef þú myndir stilla upp þessum tveimur hópum sex leikmanna gegn hvor öðrum, þá myndi lítið skilja að."

Ef West Ham hefði náð að halda öllum þessum leikmönnum þá væri hann með Englandsmeistaratitil á ferilskránni. Hann telur það allavega sjálfur.

„Manchester United hélt sínum leikmönnum og úr varð frábært lið. Ef ég hefði náð að halda þessum sex leikmönnum saman þá er ég viss um að við hefðum orðið Englandsmeistarar."
Athugasemdir
banner
banner
banner