Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 23. september 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Tuchel: Neymar getur gert betur
Þýski þjálfarinn Thomas Tuchel var ánægður með frammistöðu brasilíska sóknarmannsins Neymar í 1-0 sigri Paris Saint-Germain á Lyon í gær.

Neymar skoraði annað sigurmark PSG í röð í frönsku deildinni en í síðustu viku skoraði hann í uppbótartíma gegn Strasbourg á meðan hann ákvað að klára Lyon á 87. mínútu í gær.

Brasilíumaðurinn hefur fengið óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum PSG eftir fíaskóið sem átti sér stað í sumar er hann reyndi að koma sér til Barcelona en það virðist ekki hafa áhrif á hann inn á velli.

„Neymar getur gert betur. ÞEtta er annar eða þriðji leikurinn hans á fjórum mánuðum. Það er pláss fyrir bætingu og hann mun gera betur því hann á eftir að styrkja sig," sagði Tuchel.

„En ég meina þetta er Neymar, hann getur alltaf ráðið leikjum og hann hugsar alltaf um að sækja. Við þurfum þannig leikmenn í erfiðum leikjum," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner