Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
   fim 23. september 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Matic hnjáaði Coufal í punginn
Manchester United tapaði heimaleik gegn West Ham United í enska deildabikarnum í gærkvöldi og er þar með úr leik.

Hamrarnir gerðu eina mark leiksins á níundu mínútu og tókst Rauðu djöflunum ekki að jafna þrátt fyrir mikinn sóknarþunga og 27 marktilraunir.

Nemanja Matic spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Rauðu djöflunum og lét hann tékkneska varnarmanninn Vladimir Coufal finna fyrir sér með ansi fólskulegu hnjásparki í leiknum.

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan en Matic virðist fara viljandi með hnéð á viðkvæmt svæði hjá Coufal eftir að hafa leikið knettinum.


Athugasemdir
banner
banner