Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 23. október 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Evra: Æfingarnar miklu þyngri hjá Juve
Mynd: Getty Images
Patrice Evra er í Manchester að ljúka þjálfaragráðu og hefur gefið kost á sér í ýmis viðtöl og sem gestur í sjónvarpsveri Sky Sports.

Evra lék fyrir Manchester United í átta ár áður en hann hélt til Juventus, þar sem hann dvaldi í þrjú ár. Hann vann ógrynni titla á báðum stöðum og er reglulega beðinn um samanburð.

„Ég vann mikið af titlum með Man Utd en ég er ekki smeykur við að segja að mér leið eins og ég væri í fríi þar miðað við hvernig þetta var hjá Juventus," sagði Evra.

„Æfingarnar voru miklu þyngri hjá Juve og ég er mjög stoltur að hafa náð að gera vel hjá þessu félagi. Maður fékk einn frídag í mánuði og félagið stjórnar miklu í lífi leikmanna, til dæmis mataræði og hreyfingu.

„Ég naut ekki lífsstílsins því mér finnst betra að stjórna mér sjálfur en þetta kerfi getur verið mikilvægt fyrir einhverja leikmenn, sérstaklega þessa yngri.

„Æfingarnar voru svo þungar að ég sá leikmenn stundum æla. Þeir hörkuðu þetta af sér og kláruðu æfinguna.

„Þjálfararnir vildu að ég myndi hlaupa 12 kílómetra í hverjum leik. Ég hljóp stundum bara 9 eða 10 kílómetra og þá þurfti ég að vinna upp hina 2 eða 3 kílómetrana á næstu æfingu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner