Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. október 2019 14:10
Magnús Már Einarsson
Fundað um Laugardalsvöll en lítið að gerast
Frá Laugardalsvelli.
Frá Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hitadúkur yfir Laugardalsvelli í nóvember 2013.
Hitadúkur yfir Laugardalsvelli í nóvember 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lítið hefur heyrst af nýjum fréttum um nýjan Laugardalsvöll undanfarna mánuði. KSÍ vonast þó alltaf til að málunum fari að miða áfram.

Í apríl 2018 tilkynnti KSÍ að undirbúningsfélag um uppbyggingu Laugardalsvallar hafi verið stofnað. Starfshópurinn er starfandi og reglulega er fundað um málefni Laugardalsvallar.

„Það er lítið að gerast en það er alltaf bjartsýni um að það fari eitthvað að skýrast," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Fótbolta.net í dag.

„Það er starfshópur starfandi og KSÍ, ríki og borg funda reglulega. Vonandi styttist í að það verði einhverjir kostir lagðir fram og tekin ákvörðun."

Spilað á Laugardalsvelli í mars ef þess þarf
Ísland á ennþá möguleika á að ná 2. sætinu af Tyrkjum í undankeppni EM en til þess þarf Ísland að ná fullu húsi stiga í næsta mánuði og Tyrkir að misstíga sig gegn Andorra. Ef Ísland nær ekki beinu sæti á EM er Þjóðadeildarumspil framundan þar sem undanúrslitin verða á Laugardalsvelli í mars.

Árið 2013 mættust Ísland og Króatía í umspili fyrir HM í nóvember á Laugardalsvelli. Fyrir þann leik var lagður hitadúkur eða hitapylsa yfir völlinn og sama leið verður líklega farinn ef Ísland spilar heimaleik í mars.

„Plan A er að fara beint á EM en plan B er að spila heimaleik í umspili og spila þann leik á Laugardalsvelli," sagði Klara en verið er að skoða hvaða er hægt að gera til að hafa grasið á Laugardalsvelli í góðu standi í mars.

„Við erum byrjuð að skoða það. Kiddi (Kristinn Jóhannsson, vallarstjóri) er að kíkja í kringum sig og sjá hvaða lausnir eru í boði. Við gætum farið svpaða leið og síðast með því að setja tjald yfir völlinn og þess háttar en við byrjum á að klára nóvember verkefnið," sagði Klara.
Athugasemdir
banner
banner
banner