Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mið 23. október 2019 20:07
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard: Kæruleysið byrjar að læðast inn
Lærisveinar Frank Lampard í Chelsea unnu sinn sjötta leik í röð í öllum keppnum er þeir heimsóttu Ajax til Amsterdam fyrr í kvöld.

Michy Batshuayi kom inn af bekknum í síðari hálfleik og gerði eina mark leiksins.

„Ég er mjög ánægður með sóknarmennina mína. Þeir leggja alltaf mikið á sig þó að Tammy sé að spila vel og skora. Michy er búinn að bíða eftir tækifæri og hann greip það í kvöld, hann á þetta fyllilega skilið," sagði Lampard.

„Við verðum að nýta færin okkar betur í svona leikjum, við hefðum getað unnið stærra. Þeir eru með frábært lið en þeim tókst ekki að setja Kepa í mikil vandræði á milli stanganna.

„Ég er strax kominn með hugann við næsta leik, sem er á móti Burnley. Það gæti verið okkar sjöundi sigur í röð, sem er hættulegt því kæruleysið byrjar að læðast inn í hausinn á leikmönnum."

Athugasemdir
banner