Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. október 2019 15:47
Magnús Már Einarsson
Þórður Gunnar líklega á leið í Fylki
Þórður í leik með Vestra í sumar.
Þórður í leik með Vestra í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Gunnar Hafþórsson, kantmaður Vestra, er líklega á leið í Fylki samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Samúel Samúelsson, formaður Vestra, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Fótbolta.net í dag en staðfesti þó að félög í Pepsi Max-deildinni hafi sýnt Þórði áhuga.

Hinn 18 ára gamli Þórður Gunnar spilaði alla leiki Vestra í 2. deildinni í sumar og skoraði fimm mörk.

Þórður hjálpaði Vestra upp úr 2. deildinni en hann var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar í vali fyrirliða og þjálfara.

Þórður var einungis 15 ára þegar hann spilaði fyrst með meistaraflokki Vestra sumarið 2016.

Síðan þá hefur Þórður skorað ellefu mörk í 66 leikjum í deild og bikar.
Athugasemdir
banner
banner