Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. október 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær: Greenwood mætir alltaf á réttum tíma
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur blásið á sögusagnir þess efnis að félagið hafi aðvarað Mason Greenwood fyrir framkomu sína að undanförnu.

Greenwood var hent úr enska landsliðinu í síðasta mánuði ásamt Phil Foden eftir að þeir buðu tveimur stelpum á hótel enska landsliðsins á Íslandi.

Í gær sagði Sky frá því að Greenwood hefði fengið aðvörun hjá United fyrir hegðun sína að undanförnu en hann hefði meðal annars verið að mæta of seint á æfingar. Solskjær blæs á þetta.

„Hann gerði mstök í sumar með enska landsliðinu og allt í einu fór enska pressan á eftir honum. Það er eitthvað sem við þurfum að fylgjast með og passa upp á. Hann er frábær strákur til að vinna með," sagði Solskjær á fréttamannafundi í dag.

„Ég verð að valda ykkur vonbrigðum...hann er alltaf á réttum tíma."

„Hann er með góða fjölskyldu bakvið sig, góðan bakgrunn úr akademíunni og hann æfir mjög vel. Ég trúi ekki öllum þessum sögum um að hann sé ófagmannlegur."

„Þetta er eitthvað sem þú verður að eiga við sem leikmaður United. Margir leikmenn hafa lent í þessu hér."

Athugasemdir
banner
banner
banner