Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. október 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Sörloth svarar Lagerback - Sagði engan vanhæfan
Alexander Sorloth
Alexander Sorloth
Mynd: Getty Images
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Sörloth, sóknarmaður norska landsliðsins, hefur svarað fyrir sig eftir að Lars Lagerback landsliðsþjálfari sendi frá sér yfirlýsingu í gær.

Norskir fjölmiðlar hafa mikið fjallað um rifrildi Sörloth og Lagerback eftir að Norðmenn töpuðu gegn Serbum í umspili um sæti á EM á dögunum.

„Eftir 30 ár í alþjóðlegum fótbolta hef ég aldrei upplifað það að leikmenn fari svona yfir strikið. Ég hef átt fjölmargar samræður við leikmenn sem hafa verið byggðar á staðreyndum og um fótbolta. En ekkert sem hefur komist nálægt þessu," sagði Lagerback í yfirlýsingu í gær.

Sörloth setti út á ákvarðanir Lagerback varðandi leikstíl og undirbúning. Hann fór langt yfir strikið samkvæmt heimildarmönnum norskra fjölmiðla. Lagerback svaraði Sörloth fullum hálsi og skaut meðal annars á hann fyrir að hafa klúðrað fyrir opnu marki í landsleik gegn Kýpur fyrir tveimur árum. Mönnum var mjög heitt í hamsi.

Norskir fjölmiðlar segja að Sörloth hafi meðal annars sagt að aðilar í norska þjálfarateyminu séu vanhæfir en leikmaðurinn hefur nú sjálfur sagt að það sé ekki satt.

„Ég hef aldrei sagt að einhver í þjálfarateyminu sé vanhæfur. Aldrei. Eftir að við leikmenn voru beðnir um okkar skoðun þá gagnrýndi ég mikið undirbúninginn fyrir leikinn gegn Serbum og taktíkina sem við spiluðum," sagði Sorlöth.

„Það eina sem ég sagði á fundi með þjálfurunum var að liðið eigi að undirbúa sig betur fyrir svona leiki."

Sjá einnig:
Lagerback reifst við leikmann: Aldrei upplifað svona ásakanir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner