Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 23. nóvember 2021 17:06
Elvar Geir Magnússon
Verður Valverde bráðabirgðastjóri Man Utd?
Ernesto Valverde.
Ernesto Valverde.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur rætt við Ernesto Valverde og kannað áhuga hans á því að verða bráðabirgðastjóri félagsins út tímabilið. Þetta herma heimildir Guardian.

Þessi 57 ára stjóri stýrði Barcelona frá maí 2017 til janúar 2020. Undir hans stjórn vann liðið La Liga tvisvar og varð einnig bikarmeistari.

Sagt er að Valverde hafi rætt við John Murtough, yfirmann fótboltamála hjá United og hafi þegar lagt fram nöfn á leikmönnum sem væri hugsanlega hægt að fá til að styrkja hópinn.

Michael Carrick stýrir Manchester United tímabundið á meðan félagið leitar að stjóra í stað Ole Gunnar Solskjær. Í yfirlýsingu frá United var sagt að verið væri að leita að bráðabirgðastjóra út tímabilið. Stefnan væri að ráða framtíðarmann næsta sumar.

Valverde sagði í viðtali í sumar að hann hefði áhuga á að starfa í enska boltanum.

Mauricio Pochettino hefur mikið verið í umræðunni í kringum United og talað um að hann gæti mögulega viljað losna strax og taka við liðinu. Félagið þyrfti þá ekki að fara í gegnum þetta millistig að ráða bráðabirgðastjóra út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner