Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. nóvember 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mohamed Ihattaren handtekinn
Mynd: EPA
Mynd: Juventus

Mohamed Ihattaren, atvinnumaður í fótbolta, er í haldi í hámarksöryggisfangelsi í Hollandi vegna hótana og náinna tengsla við fólk úr undirheimunum þar í landi.


Ihattaren er aðeins 20 ára gamall en hann þótti eitt mesta efni Hollands á unglingsárunum. Hann var þó vandræðagemsi og ákvað ítalska stórveldið Juventus að semja við hann eftir að hann hafði verið rekinn frá PSV Eindhoven.

Hegðunarvandamálin löguðust til muna í nýju landi en meiðslavandræði hjálpuðu ekki. Að lokum var Ihattaren lánaður til Ajax í janúar í fyrra á eins árs lánssamning sem rennur út um áramótin. Ihattaren tókst ekki að ryðja sér leið í aðalliðið og er núna í fangelsi.

De Telegraaf segir að miklar líkur séu á því að Ihattaren þurfi að dúsa í fangelsi á meðan rannsókn á málinu stendur. Hann er grunaður um að hafa sent hótanir en hefur einnig fengið hótanir sjálfur og er lögreglan með málið til rannsóknar.

Ihattaren var vonarstjarna Hollendinga en eftir andlát föður hans fyrir þremur árum varð hann þunglyndur og þróaði með sér önnur andleg veikindi.

Hann virtist vera að vinna bug á vandamálum sínum með unglingaliði Ajax en átti erfitt sumarfrí þar sem ástarsamband með dóttur glæpaforingja fór illa með hann. Kveikt var í bíl Ihattaren og hafa málin þróast út í alvarlegar hótanir sem urðu til þess að leikmaðurinn var handtekinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner