Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. nóvember 2022 09:44
Elvar Geir Magnússon
Patrik Johannesen í Breiðablik (Staðfest)
Patrik Johannesen.
Patrik Johannesen.
Mynd: blikar.is
Færeyski landsliðsmaðurinn Patrik Johannesen er genginn í raðir Breiðabliks frá Keflavík. Þessi 27 ára sóknarleikmaður skoraði 12 mörk fyrir Keflvíkinga í Bestu deildinni í sumar.

Dr. Football greindi frá því að Breiðabliki væri að borga um 11 milljónir króna fyrir Patrik.

Patrik lýsti því yfir í viðtali við Fótbolta.net í október að sinn vilji væri að ganga í raðir Blika og nú hefur hann fengið þá ósk sína uppfyllta.

Tilkynning Breiðabliks:

Patrik Johannesen í Breiðablik

Breiðablik og Keflavík hafa gert með sér samkomulagi þess efnis að færeyski landsliðsmaðurinn Patrik Johannesen gangi til liðs við Breiðablik. Í kjölfarið hefur Patrik skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Patrik er sóknarsinnaður leikmaður sem getur leikið allar fremstu stöður vallarins. Patrik lék 26 leiki með Keflavík á nýliðnu tímabili og skoraði í þeim 18 mörk. Patrik hefur lengst af á sínum ferli leikið í Færeyjum auk þess sem hann á tvö tímabil að baki í Noregi. Alls hefur Patrik leikið 210 keppnisleiki á ferlinum og skorað í þeim 91 mark.

Patrik á að baki 20 landsleiki fyrir Færeyska landsliðið og er fastamaður í færeyska landsliðshópnum.

Við bjóðum Patrik hjartanlega velkominn í Breiðablik og hlökkum til að sjá hann á vellinum

Athugasemdir
banner
banner
banner