Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. nóvember 2022 10:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valur með það til skoðunar að fá Elfar Frey
Elfar Freyr Helgason.
Elfar Freyr Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er að skoða það að fá miðvörðinn Elfar Frey Helgason frá Breiðabliki.

Elfar Freyr, sem er 33 ára gamall, kom aðeins við sögu í fimm deildarleikjum í sumar. Þá lék hann einnig í tveimur leikjum í Mjólkurbikar karla.

Elfar var nokkuð óheppinn með meiðsli, og þá var erfitt fyrir hann að komast inn í liðið eftir að Damir Muminovic og Viktor Örn Margeirsson mynduðu sterkasta miðvarðapar deildarinnar.

„Það er verið að vinna í ákveðnum hlutum, en það er ekki orðið þannig að við getum sagt að það sé klárt eða eitthvað svoleiðis. Það er verið að skoða það," segir Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Arnar þekkir Elfar vel eftir að hafa þjálfað hann og spilað með honum í Breiðabliki. Þá fékk hann leikmanninn til Grikklands þegar hann var yfirmaður fótboltamála hjá AEK Aþenu þar í landi.

„Við erum að skoða hann, ásamt fleiri leikmönnum. Ég þekki hann mjög vel," segir Arnar og bætir við að leikmannamálin hjá Val séu í skoðun.
Athugasemdir
banner
banner
banner