mán 24. janúar 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birta Birgis frá Breiðabliki í Hauka (Staðfest)
Birta Birgisdóttir.
Birta Birgisdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Haukar hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Lengjudeild kvenna. Birta Birgisdóttir er búin að semja við félagið og kemur hún frá Breiðabliki.

Birta, sem er fædd 2003, á að baki 72 leiki í meistaraflokki. Flestir hafa þeir komið með Augnablik, sem er venslafélag Breiðabliks. Einnig hefur hún leikið með Gróttu á sínum ferli.

Í fyrra lék hún sex leiki með Augnbliki og skoraði eitt mark. Hún lék þá fimm leiki með Gróttu.

Birta leikur framarlega á vellinum og getur hún bæði leyst stöðu framherja og kantmanns.

„Við bjóðum Birtu velkoma í Hauka!" segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarfélaginu.

Á síðustu leiktíð höfnuðu Haukar í fimmta sæti í næst efstu deild. Stefnan er eflaust sett á að gera enn betur næsta sumar og komast upp um deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner