Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 24. janúar 2022 16:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chelsea kaupir Williams frá Derby (Staðfest)
Chelsea hefur gengið frá kaupum á Dylan Wiliams frá Derby, kaupverðið er óuppgefið.

Williams er átján ára bakvörður og er ólíklegt að hann verði með aðalliði Chelsea þessa leiktíðina.

Vinstri vængbakvarðarstaðan er vandræðastaða hjá unglingaliðum Chelsea og á Williams að leysa þau vandræði.

„Ég gat ekki staðið í vegi fyrir honum þegar svona tækifæri kom upp," sagði Wayne Rooney, stjóri Derby, á dögunum.

Derby á í miklum fjárhagsörðugleikum og hjálpar þetta félaginu aðeins í þeirri baráttu.


Athugasemdir