Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. janúar 2022 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísak Bergmann: Mjög gott fyrir ferilinn
Hákon og Ísak
Hákon og Ísak
Mynd: Instagram/Isak.Bergmann
FC Kaupmannahöfn vann 3-2 sigur á Helsingör í æfingaleik í dag. Orri Steinn Óskarsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson spiluðu allir í leiknum.

Orri skoraði annað mark liðsins eftir glæsilegan undirbúning hjá Hákoni og Ísak. Ísak var að vonum ánægður í leikslok en hann var í viðtali við heimasíðu FCK.

„Já, við náum vel saman á vellinum [Íslendingarnir]. Orri skoraði fyrsta markið eftir sendingu frá Hákoni og ég lagði upp fyrsta markið okkar. Mér fannst það líka ekki vera rangstaða þegar Hákon sendi á Orra sem skoraði á opið markið."

Ísak er fjölhæfur leikmaður en hann spilaði margar stöður framarlega á vellinum í leiknum.

„Ég spila þar sem mér er sagt að spila en ég er aðallega miðjumaður, þar líður mér best. Þetta getur verið ruglingslegt þegar enginn veit hvar ég er að spila, ekki einu sinni ég sjálfur," sagði Ísak og hló.

„Án gríns þá læri ég mikið af þessu að spila í mörgum mismunandi stöðum og það er klárlega gott fyrir framhaldið á ferlinum."

Danska deildin hefst aftur þann 20. febrúar en næsti æfingaleikur liðsins er gegn einstneska liðinu Flora á laugardaginn næstkomandi.

Hér má sjá markið sem Ísak talaði um sem var dæmt af og einnig allt það helsta úr leiknum.
Athugasemdir
banner
banner