banner
   þri 24. janúar 2023 11:51
Elvar Geir Magnússon
Óvæntustu úrslit í 149 ára sögu skoska bikarsins
Jordan Kirkpatrick fagnaði með uppblásinni kind.
Jordan Kirkpatrick fagnaði með uppblásinni kind.
Mynd: Getty Images
Fótboltaliðið Darvel leikur í sjöttu efstu deild skoska fótboltans en afrekaði það í gær að slá úrvalsdeildarlið Aberdeen úr leik í skoska bikarnum.

Talað er um óvæntustu úrslit í 149 ára sögu skosku bikarkeppninnar.

Mark Jordan Kirkpatrick á 19. mínútu skildu liðin að og Darvel mun mæta Falkirk í 16-liða úrslitum. Markvörður Darvel, Chris Truesdale, varði eins og berserkur í leiknum í gær en 3.500 áhorfendur fylgdust spenntir með.

Þessi niðurlæging Aberdeen var sjöunda tap liðsins í níu leikjum og setur aukna pressu á stjóra liðsins, Jim Goodwin.

„Ég vil ekki ræða um það hversu slæm frammistaða míns liðs var, ég vil hrósa Darvel," sagði Goodwin eftir leikinn.


Athugasemdir
banner
banner