Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   þri 24. janúar 2023 11:30
Elvar Geir Magnússon
Tottenham heldur áfram að reyna við Porro
Mynd: EPA
Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að Tottenham sé enn að reyna að fá hægri bakvörðinn Pedro Porro frá Sporting Lissabon í Portúgal.

Sagt er að Tottenham sé tilbúið að borga um 33 milljónir punda fyrir leikmanninn auk þess að láta Sporting fá leikmann í skiptum.

Það er vika í Gluggadaginn, daginn þegar janúarglugganum verður lokað.

Porro er 23 ára og hefur spilað einn landsleik fyrir Spánverja. Hann var í herbúðum Manchester City án þess að leika fyrir aðallið félagsins og fór til Sporting 2020.

Tottenham er þremur stigum frá Meistaradeildarsæti en liðið vann mikilvægan 1-0 sigur gegn Fulham í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner