Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 24. febrúar 2020 22:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp um að jafna met City: Trúi ekki að það hafi gerst
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að dálítil heppni hafi verið með liðinu þegar það vann West Ham 3-2 í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Ég var mjög ánægður með byrjunina, við byrjuðum nákvæmlega eins og við ætluðum okkur," sagði Klopp. Liverpool komst í 1-0 með marki Georginio Wijnaldum, en Issa Diop jafnaði fljótlega fyrir gestina eftir hornspyrnu. „Við vörðumst föstum leikatriðum ekki vel og vanalega er það einn af styrkleikum okkar."

West Ham komst svo í 2-1 í byrjun seinni hálfleiks. „Eftir að þeir skoruðu sitt seinna mark, þá fannst mér við byrja að finna taktinn aftur."

„Mér fannst ekki mikið stress á Anfield, ég held að allir á vellinum hafi talið þetta mögulegt. Það var bara 51 mínúta búin og mikið eftir," segir Klopp. Mohamed Salah jafnaði og skoraði Sadio Mane sigurmarkið.

„Við vorum dálítið heppnir. Lukasz Fabianski ver vanalega skotið hjá Mohamed Salah og í marki Sadio Mane þá barst boltinn til okkar í teignum. Besta markið sem við skoruðum var dæmt af."

Liverpool hefur unnið 26 leiki, gert eitt jafntefli og ekki tapað neinum leik í deildinni á þessu tímabili. Eina jafnteflið kom á Old Trafford gegn Manchester United þann 20. október á síðasta ári. Síðan þá hefur liðið unnið alla sína deildarleiki, 18 leiki í röð.

Það er jöfnun á meti Manchester City frá 2017/18 tímabilinu, meti sem Klopp bjóst aldrei við að yrði jafnað eða slegið.

„Við gerðum það og ég trúi því ekki að það hafi gerst. Hvað sem gerist á þessu tímabili, allir hjá Liverpool eiga þátt í því. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir stuðninginn sem við fáum," sagði Klopp, en Liverpool er með 22 stiga forskot á toppi deildarinnar. Það stefnir allt í að Liverpool vinni sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 30 ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner