Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 24. febrúar 2020 09:41
Magnús Már Einarsson
Liverpool að fá varnarmann frá Brighton?
Powerade
Ben White er á óskalista Liverpool.
Ben White er á óskalista Liverpool.
Mynd: Getty Images
Tuchel gæti tekið við Bayern.
Tuchel gæti tekið við Bayern.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ensku slúðurblöðin eru mætt með slúðurpakka dagsins á þessum fína mánudegi.



Paolo Maldini, tæknilegur ráðgjafi AC Milan, hefur greint frá því að samningur Zlatan Ibrahimovic (38) framlengist sjálfkrafa ef að félagið kemst í Meistaradeildina. (Mail)

Thomas Tuchel, þjálfari PSG, er í viðræðum við Bayern Munchen. (90 Min)

Njósnarar Liverpool hafa verið að skoða varnarmanninn Ben White (22) sem er á láni hjá Leeds frá Brighton. (The Athletic)

Crystal Palace er að skoða Filip Kostic (27) kantmann Frankfurt en hann gæti fyllt skarð Wilfried Zaha í sumar. Kostic kostar tíu milljónir punda en Liverpool hefur einnig skoðað hann. (Sun)

Aston Villa og West Ham eru að skoða Jack Tucker (20) varnarmann Gillingham. (Birmingham Mail)

Aston Villa er að skoða Daniel Akinleye (13) framherja Quevilly-Rouen Metropole í frönsku þriðju deildinni. (Birmingham Mail)

Manchester Uniter er að fá pólsku varnarmennina Radoslaw Sewerys (16) og Korona Kielce (16) á reynslu. (Manchester Evening News)

Manchester City æfir á Wanda Metropolitano, heimavelli Atletico Madrid, á miðvikudagsmorgun, áður en liðið mætir Real Madrid á Santiago Bernabeu síðar um kvöldið. (AS)

Barcelona er að kaupa varnarmanninn Hugo Guillamon (20) úr varaliði Valencia. (Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner