mán 24. febrúar 2020 22:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Moyes: Förum héðan án stiga sem við þurfum
David Moyes.
David Moyes.
Mynd: Getty Images
David Moyes, stjóri West Ham, var svekktur eftir 3-2 gegn Liverpool í kvöld. West Ham gaf allt sitt í leikinn gegn besta liði deildarinnar, en á endanum var það ekki nóg.

„Við getum tekið margt jákvætt úr leiknum. Fyrir leikinn hefði enginn gefið okkur mikla von á að fá eitthvað úr honum. Mér fannst við eiga möguleika stóran hluta leiksns," sagði Moyes.

West Ham, sem er í fallsæti, komst snemma í seinni hálfleiknum. „Mér fannst við standa okkur mjög vel sem lið, en við förum héðan án stiga sem við þurfum."

„Einstaklingsmistökin sem við gerðum valda mér miklum vonbrigðum," sagði Moyes, en stærstu mistökin gerði markvörðurinn Lukasz Fabianski þegar Mohamed Salah jafnaði.

„Ég er ekki ánægður með einstalingsmistökin og ef við hættum ekki að gera þau þá kostar það okkur. Þú verður að taka mikla ábyrgð sem leikmaður í ensku úrvalsdeildinni. Ég er ekki vonsvikinn með frammistöðuna, ég er vonsvikinn að við fengum ekkert út úr leiknum."
Athugasemdir
banner
banner
banner